Reykholt

Reykholt í Borgarfirði er einn sögufrægasti staður landsins, þjóðmenningarstaður. Sagnaritarinn, fræðimaðurinn og höfðinginn Snorri Sturluson settist að í Reykholti árið 1206 og óf þaðan þéttriðið net valda og áhrifa um allt land — og reyndar alla leið til Noregs. Á miðöldum var kirkjumiðstöð í kaþólskri tíð og á dögum Snorra miðstöð lærdóms og valda. Snorri Sturluson er ekki einungis ein mikilvægasta persóna Íslandssögunnar heldur og evrópskrar og norrænnar menningarsögu.  Nafn hans er bundið bókmenntum og menningu þannig  að margir líta á höfuðsetur hans, Reykholt sem eins konar pílagrímsstað.

GPS punktar fyrir Reykholt:  N64° 39′ 53.661″ W21° 17′ 32.068″

Saga Reykholts spannar meira en þúsund ár og hér voru oftsinnis kirkjuhöfðingar og valdsmenn um lengri og skemmri tíma.
Sjá Kirkjusaga Reykholts – Geir Waage

Margvíslegar menningarminjar eru í landinu, Snorralaug, miðaldagötur og byggingar.