Snorri Sturluson og Reykholt – Málþing

Vegna útkomu tveggja bóka, Snorri Sturluson and Reykholt  og The Buildings of Medieval Reykholt,  verður haldið málþing í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur í Reykjavík, þriðjudaginn eftir Hvítasunnu, 22. maí 2018 kl. 16-18:30.

 

 

 

 

 

 

 

Flutt verða stutt innlegg, sem brugðist verður við og tekur hvert þeirra 12 mínútur að hámarki.

Þingstjóri: er Svanhildur Óskarsdóttir.

Efni:
Orri Vésteinsson: Hugtakið miðstöð/valdamiðstöð og hugtakið vald. Mikilvægt? Viðbrögð Viðar Pálsson.
Sverrir Jakobsson: Íslenskur aðall? Viðbrögð Helgi Þorláksson.
Bergur Þorgeirsson: Hugtakið „ literacy“. Mikilvægt?  Viðbrögð Gísli Sigurðsson.
Torfi H. Tulinius: Arfleifð Snorra á 13. og 14. öld. Viðbrögð  Guðrún Nordal.
 Egill Erlendsson: Takmörkuð landgæði í Reykholti, nauðsyn selja.  Viðbrögð Benedikt Eyþórsson.
Guðrún Sveinbjarnardóttir: Fornleifar og ritheimildir. Viðbrögð Gunnar Karlsson.
Helgi Þorláksson: Húsin í Reykholti og Snorri Sturluson. Viðbrögð Orri Vésteinsson.
Guðrún Harðardóttir:  Reykholtskirkja um daga Snorra – nokkrar vangaveltur. Viðbrögð Guðrún Sveinbjarnardóttir.
Viðar Pálsson: Fjöldi klerka í Reykholti – Viðbrögð Benedikt Eyþórsson.
 
Gert verður hlé með léttum veitingum.

Allir eru velkomnir.

Væntanlegir viðburðir