Saga Geopark
SAGA jarðvangur er aðili að alþjóðlegu verkefni sem nefndist Drifting Apart ásamt jarðvöngum á Írlandi, Norður-Írlandi, Noregi, Skotlandi, Rússlandi og Kanada, auk hinna tveggja íslensku jarðvanganna, Reykjanes Geopark – Iceland og Katla Geopark – Iceland.
Markmið verkefnisins er efling og uppbygging jarðvanga í tengslum við sjálfbæra ferðaþjónustu, eflingu rannsókna og fræðsluefni um jarðfræði jarðvanga. Þessa stundina stendur yfir fyrsti fundur verkefnastjórnar á Norður-Írlandi og því lýkur með ráðstefnu á Reykjanesi 2018. Verkefnið er fjármagnað með styrk úr NPA Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins.