Rannsóknir og fræði

Snorrastofa vinnur að rannsóknum í miðaldafræðum og sögu Borgarfjarðar og miðlar þekkingu með sýningum, alþjóðlegum ráðstefnum, málþingum, fyrirlestrahaldi, námskeiðum og útgáfu.

 

 

Goðafræðiverkefnið

Snorrastofa hefur hrint af stað stóru rannsóknarverkefni um norræna goðafræði. Verkefnið er gríðarlega viðamikið og munu margir helstu fræðimenn í greininni, bæði íslenskir og erlendir, koma að vinnslu þess.

Nánar

Reykholtsverkefnið

Reykholtsverkefnið er þverfaglegt, alþjóðlegt miðaldarannsóknarverkefni á sviði bókmennta, fornleifafræði, landafræði og sagnfræði.

Nánar

Bókaútgáfa

Útgefin rit Snorrastofu

Nánar

Snorri í Ameríku

Stjórnandi: Bergur Þorgeirsson

Bergur safnar gögnum í tengslum við uppruna Snorrasafns í byrjun fjórða áratugarins og mikilvægi Snorra og Reykholts fyrir norsk-íslensk tengsl, bæði í Noregi og Norður-Ameríku.

Samspil vísna og lausamálstexta í fornaldarsögum

Stjórnandi: Bergur Þorgeirsson

Bergur stundar rannsóknir á þremur fornaldarsögum Norðurlanda. Bregður hann upp mynd af frásagnarfræðilegri og þematískri þróun fornaldarsögunnar sem bókmenntagreinar í ljósi samspils lausamáls og kveðskapar hjá fulltrúum ólíkra gerða fornaldarsagna.

Fornsagnanámskeið

Snorrastofa stendur fyrir fornsagnanámskeiði á hverjum vetri í samvinnu við Landnámssetrið í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðina í Borgarnesi.

Nánar

 

Ljóðmælendur í Borgarfirði á 20. öld

Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum flutti erindi í röðinni, Fyrirlestrar í héraði, þriðjudaginn 14. mars 2017. Þar lagði hann fram drög að skrá um skáld í Borgarfirði, sem fengið hafa ljóðabækur útgefnar á 20. öld. Þar eru þó undanskildar bækur þeirra Guðmundar Böðvarssonar, Jóns Helgasonar, Magnúsar Ásgeirssonar, Snorra Hjartarsonar og Þorsteins frá Hamri. Skráin er ekki tæmandi og upplýsingar hennar ekki sannprófaðar. Snorrastofa tekur við ábendingum og leiðréttingum og uppfærir skrána þegar þurfa þykir.

Drög að skrá um ljóðskáld í Borgarfirði á 20. öld.