Sýningar

Saga Snorra

Á sýningunni er miðlað í máli og myndum af ævi Snorra Sturlusonar (1179–1241), umhverfi og samtíð hans.

Boðið er uppá sýningartexta á ensku, norsku, þýsku og frönsku auk ítarefnis og  hljóðleiðsagnar á spjaldtölvum.

Sýninguna unnu af hálfu Snorrastofu:

Höfundur, Óskar Guðmundsson

Hönnun sýningar, Birna Geirfinnsdóttir & Lóa Auðunsdóttir

Teikning og hönnun ,Sigríður Kristinsdóttir

Útskurðarmeistari, Bjarte Aarseth

Listmálari, Hallur Karl Hinriksson

Ljósameistari, Páll Ragnarsson

Hljóðlestur, Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Hönnun í spjaldtölvum, Atli Þór Árnason

Ráðgjöf, Bergur Þorgeirsson, Dagný Emilsdóttir, Geir Waage, Sigrún Þormar, Evy Beate Tveter Ljósmyndari Guðlaugur Óskarsson

Aðstoð vegna þjóðminja, Guðrún Sveinbjarnardóttir og starfsfólk Þjóðminjasafns Íslands (staff of the National Museum of Iceland)

Framleiðsla og uppsetning Velmerkt ehf.

Smíði og handverk Einar Guðmundsson, Sigurður Árni Magnússon, Snorri Kristleifsson, Stefán Ólafsson, Tryggvi Konráðsson Raflagnir Cabling Rafþjónusta Sigurdórs ehf.

Stjórn og samhæfing, Jónína Eiríksdóttir

Nánar um gerð sýningarinnar…

Sýningarská…

 

Húsafellssteinar

Í kirkjugarðinum voru nokkrir steinar – Húsafellssteinar – höggnir af niðjum sr. Snorra Björnssonar á Húsafelli. Húsafellssteinarnir eru með sérstæðu lagi og höggnir af ættlægri hind og snilli. Flestir þeirra eru frá seinni hluta nítjándu aldar og í gestastofu er sérstök sýning á þessum steinum þar sem dregnar eru upp myndir í texta af tengslum fólksins í Reykholtssókn og húsfellsku steinanna.

Perlur í Reykholtsdal

Ljósmyndasýning í anddyri Gestastofu með myndum úr Reykholti og nágrenni eftir Guðlaug Óskarsson. Snorrastofa hefur einnig látið framleiða póstkort með myndum Guðlaugs frá staðnum. Þau eru til sölu í gestastofunni.

Árið 1918 í Borgarfirði

Sýningin var sett upp í hátíðarsal Snorrastofu í héraðsskólahúsinu í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslendinga. Hún var tekin niður sumarið 2020. Á sýningunni röðuðust saman munir og minningar; ljósmyndir, sendibréf og önnur slík minningarbrot sem skapa stemningu – tilfinningu fyrir tíðaranda ársins. Brugðið var upp myndum af bæjum og búendum, mennt og menningu, lífsbaráttu og tómstundum Borgfirðinga. Fréttir ársins af borgfirskum málefnum einnig fengnar úr prentuðum blöðum – og mjög byggt á handrituðum blöðum sem Þorsteinn Jakobsson (1884–1967) skráði.

Höfundur sýningartexta: Óskar Guðmundsson, rithöfundur.

Hönnun: Birna Geirfinnsdóttir, Chris Petter Spilde og Lóa Auðunsdóttir.

Við undirbúninginn naut Snorrastofa liðsinnis víða í héraði og afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands styrkti framtakið. Meðal annars var leitað til Félags eldri borgara í uppsveitum Borgarfjarðar, Safnahúss Borgarfjarðar – Byggða- og Skjalasafns, Ljósmynda- og Bókasafns Akraness, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og einstaklinga hér í héraði og víðar.

Kristín Vigfúsdóttir

Snorrahátíðin 1947

Sögusýningin, Snorrahátíðin 1947 í lifandi myndum – og sjötugur hljóðheimur, var opnuð sumarið 2017 á 70 ára afmæli styttunar af Snorra Sturlusyni eftir Gustav Vigeland.

Sýningin, sem var í hátíðarsal Snorrastofu í héraðsskólahúsinu, vék fyrir nýrri sýningu um árið 1918 í Borgarfirði.

Sýningarskrá…

Á sýningunni mátti heyra beina útsendingu Ríkisútvarpsins frá hátíðinni í Reykholti og sjá kvikmynd, sem Kvikmyndasafn Íslands setti saman úr nokkrum filmum frá Vigfúsi Sigurgeirssyni, Óskari Gíslasyni o.fl.

Verðskrá á sýningar Snorrastofu

Sýning um Snorra Sturluson (1179–1241), ævi hans,
verk og samtíma. Innifalin er hljóðleiðsögnin „Snorri“ um Reykholt, byggingar, staðhætti og sögu.

• Fullorðnir 1.500 kr.
• Hópar (10) 1.000 kr.
• Öryrkjar og aldraðir 1.000 kr.
• Börn, yngri en 18 ára Ókeypis
• Framhaldsskólahópar 1.000 kr.
• Grunnskólahópar 500 kr.

 

 

Stutt leiðsögn um sýningu, kirkju og bókhlöðu

• Hópar (5) 2.500 kr.
• Ferðaskrifstofur 2.000 kr.

Skólaheimsóknir

Gestastofa tekur gjarnan á móti skólahópum með kynningu á Snorra Sturlusyni og verkum hans. Gengið er um staðinn og spjallað við nemendur. Vinsamlegast pantið fyrirfram í síma 433 8000 eða með tölvupósti; snorrastofa@snorrastofa.is.

Verð fyrir skólaheimsóknir (lágmark 10 í hóp)
Grunnskólar
500 kr. á nemanda
Framhaldsskólar
1.000 kr. á nemanda, með kynningu