Kynningar, leiðsögn og fyrirlestrar
Við bjóðum gestum styttri og lengri kynningar um Sögu Snorra, bókasafn og kirkju. Lifandi kynning fyrir hópa hrífur og skapar nýja vídd.
Fyrirlestrar og leiðsögn eru á íslensku, norrænum málum, ensku og þýsku.
Athugið hljóðleiðsögnina „Snorra“ sem stendur gestum til boða í snjalltækjum nútímans. Það byggir á tengingu við GPS staðsetningartæknina og býður þeim sem hlaða því niður leiðsögn um Reykholtsstað og veitir upplýsingar um þjónustu á staðnum og í nágrenni sem og áhugaverða staði og afþreyingu. Viðbót við leiðsögnina fylgir aðgöngumiða að sýningunni, Saga Snorra.
Sýningargestum utan háannatíma býðst að panta veitingar fyrirfram.
Pantanir
Netfang: gestastofa@snorrastofa.is
Sími: 433 8000
Verðlisti
Stutt leiðsögn (10–15 mín.) um sýningu, bókasafn og kirkju
1.500 kr.
Lengri leiðsögn (30 mín.) um sýningu, bókasafn og kirkju.
2.000 kr.
Fyrirlestrar (1 klst.):
Um Snorra Sturluson og sögu Reykholts.
Fyrirlesarar Sigrún Þormar og Bergur Þorgeirsson.
30.000 kr. auk aðgangseyris, kr. 1.000 kr. á mann
Fyrirlesarar utan Snorrastofu: sr. Geir Waage og Óskar Guðmundsson.
40.000 kr. auk aðgangseyris 1.000 kr. á mann.
Hressing, kaffi, te og kleinur 800 kr. á mann.
Nauðsynlegt að panta veitingar fyrirfram.
Skólaheimsóknir
Við tökum gjarnan á móti skólahópum með kynningu á Snorra Sturlusyni og verkum hans. Gengið er um staðinn og spjallað við nemendur. Vinsamlegast pantið fyrirfram, sbr. að ofan.
Verðlisti
Grunnskólar
500 kr. á nemanda, með kynningu.
Framhaldsskólar
1.000 kr. á nemanda með kynningu.