Stofnunin hefur til umráða gistirými með góðri vinnuaðstöðu fyrir fræði- og listamenn. Dvölinni fylgir aðgangur að interneti, bókhlöðu, með almennri vinnuaðstöðu.

Umsækjendur, sem fást við verkefni er snerta Snorra Sturluson, íslenskar miðaldir eða sögu og menningu Borgarfjarðar, njóta forgangs.

Verðlisti gistingar (pdf)

Í umsókn, sem sendist skriflega eða rafrænt til Snorrastofu, þarf að koma fram auk almennra upplýsinga um umsækjanda, að hverju viðkomandi hyggst vinna og hvaða tímabil sé heppilegast.

Senda umsókn

Íbúð í byggingu Snorrastofu

Íbúðin er hæð og loft undir súð, samtals 88,5 fermetrar. Á jarðhæðinni er stofa, eldhúskrókur, eitt svefnherbergi og baðherbergi, en á loftinu er vinnuaðstaða fyrir tvo og gistiaðstaða fyrir einn.

Í íbúðinni eru nauðsynlegustu húsgögn, elhúsáhöld, rúmföt og ræstibúnaður. Á baðherbergi er þvottavél. Þá er í öðrum hluta húsnæðis Snorrastofu bókasafn og vinnuaðstaða annarra gesta og starfsmanna Snorrastofu.

Skoða myndir

Stúdíó-herbergi í Héraðsskólahúsi

Tvö herbergi eru til leigu í gamla héraðsskólanum. Í hvoru þeirra er gistiaðstaða fyrir tvo, baðherbergi og lítill eldhúskrókur. Aðgangur er einnig að stærra eldhúsi á hæðinni, stofu með sjónvarpi og  vinnuherbergjum.

Skoða myndir

Verðskrá

Gestaíbúð
1 vika fyrir einn 30.000 kr.
1 vika fyrir tvo 40.000 kr.
1 vika fyrir þrjá 50.000 kr.

Viðbótarvikur, óháð gestafjölda 10.000 kr. hver vika.

1 mánuður fyrir einn 60.000 kr.
Gjald fyrir hvern viðbótargest 10.000 kr.

Verðlisti gistingar (pdf)

Fundir í 3 fundarherbergjum fyrir 6–10 manns með gistingu
2 dagar (lágmark) 50.000 kr.
Viðbótardagar 20.000 kr. fyrir hvern dag.

Studíóherbergi
2 sólarhringar (lágmark) fyrir einn 12.000 kr.
2 sólarhringar (lágmark) fyrir tvo 15.000 kr.
Hver sólarhringur til viðbótar 6.000 kr.

Verðlisti gistingar (pdf)

Leiguskilmálar

 1. Umsækjendur
  Gistirými Snorrastofu er ætlað innlendum og erlendum fræði- og listamönnum. Þeir njóta forgangs sem fást við þýðingar og rannsóknir á verkum Snorra Sturlusonar, íslenskum miðöldum og sögu og menningu Borgarfjarðar.
 2. Aðstaða
  Um er að ræða hæð og loft undir súð, samtals 88,5 fermetrar. Á hæðinni er stofa, eldhúskrókur, eitt svefnherbergi og baðherbergi, en á loftinu er vinnuaðstaða fyrir tvo og gistiaðstaða fyrir einn. Í íbúðinni eru nauðsynlegustu húsgögn, elhúsáhöld, rúmföt og ræstibúnaður. Á baðherbergi er þvottavél. Þá er í öðrum hluta húsnæðis Snorrastofu bókasafn og vinnuaðstaða annarra gesta og starfsmanna Snorrastofu.
 3. Leiguskilmálar
  Íbúðin skal að jafnaði leigð út hvorki skemur en til tveggja sólarhringa né lengur en til þriggja mánaða. Í leigu er innifalinn kostnaður vegna hita, rafmagns og þráðlauss netsambands. Gjöld vegna síma þarf að greiða sérstaklega. Leigu skv. verðskrá ber að inna af hendi skilvíslega. Framleiga er ekki heimil.
 4. Umsóknir
  Sækja skal um dvöl í fræðimannsíbúðinni skriflega.  Í umsókn þarf að koma fram auk almennra upplýsinga um umsækjanda, að hverju viðkomandi hyggst vinna og hvaða tímabil sé heppilegast. Umsókn sendist annað hvort til forstöðumanns Snorrastofu eða móttökustjóra Snorrastofu.
 1. Sambýlið við Snorrastofu
  Gestum ber að taka tillit til sambýlisins við aðra vinnuaðstöðu í húsinu og skrifstofur stofnunarinnar og gæta þess að vinnufriður haldist. Húsið skal ætíð vera læst þegar skrifstofa stofnunarinnar er lokuð.
 2. Afhending lykla
  Leigutaki skal hafa samband við skrifstofu Snorrastofu með fyrirvara svo unnt verði að ganga frá leigusamningi og ákveða tíma fyrir afhendingu á lyklum.
 3. Frágangur
  Leigutakar og gestir þeirra skulu ganga vel um íbúðina og skila í sama ásigkomulagi og þeir tóku við henni. Þrífa skal allt í eldhúsi, þar með talið ísskáp og eldavél, og ganga frá leirtaui . Baðherbergi skal þrífa vel, þurrka af húsgögnum, strjúka yfir gólf. Taka skal af rúmum og setja notaðan rúmfatnað, handklæði og diskaþurrkur í baðkar. Allt rusl skal setja í plastpoka áður en því er hent og ekki má safna því saman innan dyra lengi. Ekki er leyfilegt að hafa húsdýr í íbúðinni.
 4. Ábyrgð leigutaka
  Leigutaki ber ábyrgð á öllum búnaði í íbúðinni á meðan á dvöl hans stendur og skuldbindur sig til að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum í íbúðinni á dvalartímanum.