
Vinnufundur um ritmenningu íslenskra miðalda
Vinnufundur um ritmenningu íslenskra miðalda
Vinnufundur um ritmenningu íslenskra miðalda, eða RÍM, verður haldinn í Eddu, húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík, föstudaginn 24. nóvember 2023 milli kl. 10 og 15.30. Fundurinn er opinn öllum.
Kynnt verða flest þeirra verkefna, sem hlotið hafa styrk úr sjóði, sem komið var á fót í tilefni þess að árið 2019 voru 75 ár liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Ríkisstjórn Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Snorrastofa í Reykholti standa fyrir þessu fimm ára átaksverkefni um þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda.
Hlutverk sjóðsins er m.a. að efla rannsóknir á heimildum um ritunarstaði miðaldahandrita á Íslandi og þá sérstaklega á þeim lærdómsmiðstöðvum og klaustrum þar sem ritmenning blómstraði (sjá nánar á www.snorrastofa.is).
Úthlutanir úr sjóðnum hafa verið á hendi menningar- og viðskiptaráðuneytis að fenginni umsögn sérstakrar úthlutunarnefndar. Snorrastofa í Reykholti hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu unnin í samræmi við úthlutunarreglur.
Verið hjartanlega velkomin!
Dagskrá Vinnufundur-dagskrá.pdf
Dagskrá:
Dagskrástjórar:
Guðrún Nordal, formaður fagráðs RÍM og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Bergur Þorgeirsson, starfsmaður RÍM og forstöðumaður Snorrastofu
10-10.10: Setning
10.10-10.40: Axel Kristinsson og Árni Daniel Júlíusson
Sögur og fylgdarmenn
10.40-11.10: Elín Bára Magnúsdóttir
Höfundskapur Sturlu í Sturlunga sögu
11.10-11.40: Fornleifastofnun Íslands: Elín Ósk Hreiðarsdóttir og fleiri
Staðarhóll í Dölum: Höfuðból í minjum, sögu og sagnaritun
11.40-12.10: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Beeke Stegmann
Bókagerð í Helgafellsklaustri á fjórtándu öld
12.10-13.00: Matarhlé
13.00-13.30: Oddafélagið: Helgi Þorláksson og fleiri
Oddarannsóknin
13.30-14.00: Náttúruminjasafn Íslands: Viðar Hreinsson
Náttúrur og fornar frásagnir. Um náttúru- og umhverfissýn íslenskra
miðaldasagna
14.00-14.20: Kaffihlé
14.20-14.50: Háskóli Íslands: Gottskálk Þór Jensson
Þingeyraklaustur: Hjarta ritmenningar í fjórar aldir
14.50-15.30: UMRÆÐUR: Árangur, samþætting og framtíðarsýn verkefnisins
Forvígismenn verkefnanna sitja í pallborði.
15.30: Léttar veitingar
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.