Útgáfa vegna norrænnar goðafræði
Alls hafa sex bindi af sjö komið út. Fjögur komu út um áramótin, en tvö þau fyrstu voru gefin út á árunum 2018 og 2019. Er óhætt að fullyrða að um sé að ræða hápunkt í starfsemi Snorrastofu. Sjöunda og síðasta bindið er á lokastigi vinnslu undir stjórn John McKinnell, prófessors við The University of Durham á Englandi. Honum til aðstoðar eru Terry Gunnell, prófessor við Háskóla Íslands, Paul Tan, doktorsnemi í Durham, og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu.
Mikil vinna, metnaður og fjármagn hefur farið í þetta stóra verkefni, sem hófst með formlegum hætti árið 2008. Afurðir þess eru smátt og smátt að koma í ljós og er allt ferlið einungis ári á eftir áætlun.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.