
Frá vinstri: Óskar Guðmundsson, Sigrún Þormar, Cecilie Willoch, Bergur Þorgeirsson
13. febrúar 2025Sendiherra Noregs Cecilie Willoch í heimsókn
Cecilie Willoch, sendiherra Noregs á Íslandi, heimsótti Snorrastofu og Reykholt í gær. Naut hún leiðsagnar Óskars Guðmundssonar rithöfundar og ævisagnaritara Snorra um sýningu stofnunarinnar, minjasvæðið og Snorralaug.
Á móti sendiherranum tóku auk Óskars þau Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður, Sigrún Þormar, sviðsstjóri miðlunar, og Gíslína Jensdóttir, bókasafnsfræðingur. Þá náði sendiherrann að hitta Katrínu Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er sinnir ritstörfum í fræðimannsíbúð Snorrastofu. Heimsóknin var einstaklega ánægjuleg, enda samvinna Snorrastofu og sendiráðs Noregs mikil í áranna rás.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.