Reykholtshátíð 22. - 24.júlí 2022
Erlendu gestir okkar að þessu sinni verða víóluleikarinn Rita Porfiris og fiðluleikarinn Anton Miller en saman skipa þau Miller-Porfiris Duo. Þau eru miklir aufúsugestir og Íslandsvinir og eiga stórglæsilegan feril að baki bæði sem einleikarar og kammermúsíkantar. Þau verða kynnt betur síðar en í millitíðinni er hægt að kynna sér þau á heimasíðu þeirra www.millerporfirisduo.org.
Farfuglarnir að þessu sinni verða fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson og barintónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson. Það verður sannarlega gaman að taka á móti þeim báðum á Reykholtshátíð en Ari er búsettur í Tel Aviv þar sem hann starfar með Fílharmóníusveitinni í Ísrael og Oddur er búsettur í Salzburg. Báðir eru þeir tónleikagestum Reykholtshátíðar að góðu kunnir og mikil tilhlökkun að fá þá til liðs við hópinn.
Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari mun leika bæði kammertónlist og með Oddi Arnþóri á hátíðinni. Nína Margrét er flestum kunn bæði sem píanóleikari og kennari og hún hefur um árabil átt í farsælu samstarfi við marga flytjendur hátíðarinnar í ár.
Sellóleikarinn Sigurgeir Agnarsson og flautuleikarinn Berglind Stefánsdóttir eru tónleikagestum Reykholtshátíðar heldur betur að góðu kunn en Sigurgeir Agnarsson var listrænn stjórnandi hátíðarinnar í átta ár. Þau snúa nú aftur til að spila í kirkjunni góðu og má búast við að þar verði fagnaðarfundir.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.