Fyrirlestur í Snorrastofu á fullveldisdaginn
Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, flutti sérlega áhugaverðan fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti á fullveldisdeginum 1. desember. Yfirskriftin var „Stjórnarmyndanir á Íslandi frá upphafi til okkar daga“ og reifaði Guðni stjórnarmyndunarviðræður í sögulegu ljósi og lýsti að lokum eigin glímu í því samhengi undanfarin ár, sem var einstaklega fróðlegt áheyrnar. Í kjölfarið gafst tækifæri til að ræða málin nánar í kaffisamsæti í Finnsstofu inn af sýningarsal Snorrastofu. Einn gesta á fyrirlestrinum var María Ágústsdóttir, sem tekið hefur við embætti prests í Reykholti.
Guðni starfar nú sem prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og dvelur um þessar mundir í fræðimannsíbúð Snorrastofu við rannsóknir.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.