Endurnýjun samnings Snorrastofu og ríkisins 1. mars 2024

Endurnýjun samnings Snorrastofu og ríkisins

Endurnýjun samnings Snorrastofu og ríkisins

Þann 5. febúar sl. undirrituðu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Þorgeir Ólafsson, formaður stjórnar Snorrastofu, samning til næstu tveggja ára um áframhaldandi stuðning ráðuneytisins við Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði.

 Snorrastofa rekur fjölbreytta menningarstarfsemi í Reykholti. Á vegum stofnunarinnar eru stundaðar rannsóknir tengdar staðnum, bókmenntum og miðaldafræðum. Í Snorrastofu er bókhlaða, með bæði almennings- og sérfræðibókasafn, þar sem er góð aðstaða fyrir fræðastörf. Þá er í Snorrastofu sýning um Snorra Sturluson, ævi hans, verk og samtíma. Snorrastofa stendur einnig fyrir fjölbreyttum menningarviðburðum árið um kring.

 Í desember síðastliðnum undirritaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir einnig viljayfirlýsingu þess efnis að kanna möguleikann á því að Snorrastofa fái húsnæði Héraðsskólans í Reykholti til umráða fyrir sýningar og gestamóttöku þegar Landsbókasafn Ísland – Háskólabókasafn hefur fært starfsemi sína úr húsinu. Slíkt ráðstöfun myndi bæta aðstöðu Snorrastofu og auka nálægðina við Snorralaug.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.