Aftur til liðs við Snorrstofu
Dr. Luke John Murphy, þjóðfræðingur, er aftur kominn til liðs við Snorrastofu, sem er fagnaðarefni.
Hann hefur verið ráðinn til að sinna nýju verkefni á sviði norrænnar goðafræði á vegum Snorrastofu og Háskóla Íslands. Tengiliður Háskólans er dr. Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði. Um er að ræða gerð nýs gagnagrunns er lýtur að söfnun gagna um umfangsmiklar og fjölbreyttar fornleifar tengdum norrænni goðafræði. Verið er að leita að samstarfsaðilum og afla styrkja í verkefnið. Verkefnið er sjálfstætt framhald verkefnanna „The Pre-Christian Religions of the North“, sem Luke tók þátt í að stýra á sínum tíma, og „Gagnagrunnur textaheimilda um norræna goðafræði”, sem undanfarin ár hefur verið í umsjá Liv Aurdal, þjóðfræðings og starfsmanns Snorrastofu.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.