Aðventutónleikar Reykholtskórsins

Aðventutónleikar Reykholtskórsins 6. des. kl. 20. Á tónleikunum verður Ágústu Þorvaldsdóttur frá Skarði minnst, kórfélaga til margra ára, en hún féll frá fyrr á árinu langt um aldur fram. Efnisdagskráin er fjölþætt, falleg jólalög og lofgjörðarvers allt frá 16. og 17. öld til dagsins í dag.

Allir eru velkomnir, aðgangseyrir er enginn, en söfnunarbaukur til styrktar kórstarfinu verður á staðnum. Að tónleikum loknum bjóða kórfélagar gestum upp á samverustund í safnaðarsalnum með smákökum og jólaöli.

Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson, sem jafnframt leikur undir á píanó og Kristín Sigurjónsdóttir leikur á fiðlu.

Væntanlegir viðburðir