Fyrirlestur Guðna Th. Jóhannessonar um forsetaembættið 28. apríl 2016

Fyrirlestur Guðna Th. Jóhannessonar um forsetaembættið

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, sem dvaldi við fræðistörf í Snorrastofu, boðaði til fundar í Bókhlöðu Snorrastofu kl. 20.30 nk. miðvikudagskvöldið 27. apríl s.l.

Þar flutti hann fyrirlesturinn, „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál“.

Ræddi Guðni þar embætti Forseta Íslands, hvernig þeir sem hafa gegnt því,  hafa mótað það í áranna rás og hvaða áskorunum þeir hafa mætt hverju sinni. Að loknum fyrirlestrinum bauð hann til umræðna og fyrirspurna.

Fundurinn tókst vel og var með léttu yfirbraðgði. Frummælandinn hóf umræður með því að segjast vilja forðast orðatiltækið "að leggjast undir feld" en legið hafði í loftinu að Guðni hyggði á framboð í komandi forsetakosningum. Guðni var spurður um fyrirætlan sína og sagði hann að enn væri tími til stefnu að ákveða sig um framboð og gaf ekkert upp um slíkt. Á fundinum var honum afhent áskorun um að láta til skarar skríða, sem hann þakkaði fyrir.

Myndir Guðl. Ósk.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.