16Höskuldargerði

Greið leið að Höskuldargerði liggur ofan Reykholtskirkju – Snorra­stofu norður göngustíginn í átt að skóginum. Þar hefur verið reist hestagerði með fornlegu söðlabúri – og heitir Höskuldargerði. Það þjónar hestamönnum í áningu sem ríða árlega til kirkju hér í sókn á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Það var reist í minningu Höskuldar Eyjólfssonar hestamanns og hagyrðings á Hofsstöðum. Höskuldur var víðfrægur maður og mynduðust um hann þjóðsögur þegar í lifanda lífi, en hann varð yfir 100 ára gamall (1893–1994). Við opnun gerðisins 2011 var settur steinn með mynd hests og Höskuldar eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli sem hvílir á hleðslu Unnsteins Elíassonar.

Visitor’s Reception’s Opening Hours

1 May – 31 August:
every day 10 – 17

1 Sept. – 30 April:
weekdays 10 – 17
Otherwise by arrangement.