21. október, 2016
Viðburðaskrá vetrarins er komin út
Um þessar mundir berst heimilum á Vesturlandi skrá Snorrastofu yfir viðburði vetrarins 2016-2017. Sjá vefútgáfu hér…
Viðburðir eru fjölbreyttir að vanda og í skránni er einnig leitast við að kynna aðra starfsemi og þjónustu stofnunarinnar. Þá má einnig minna fólk á að á heimasíða Snorrastofu eru raktir viðburðir í Reykholtskirkju, helgihald og tónleikar.
Hápunktur viðburðanna er án efa minningarhátíðin á sumri komnanda 15. júlí 2017 þar sem þess verður minnst í Reykholti að 70 ár verða liðin frá afhendingu styttunnar góðu af Snorra Sturlusyni, sem Norðmenn færðu Íslendingum og gerð var af norska myndhöggvaranum Gustav Vigeland.