Tónlistarsaga Íslands í hnotskurn: Fullveldi til fullveldis

Trio Danols
Dagskrá í Reykholtskirkju laugardaginn 1. desember í tali og tónum þar sem stiklað er á stóru í tónlistar- og menningarsögu þjóðarinnar. Flytjendur eru Trio Danols, Jónína Erna Arnardóttir, Morten Fagerli og Pernille Kaarslev ásamt Bergþóri Pálssyni söngvara og Söngbræðrum.
Verkefnið hlaut styrk frá afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands.