28. apríl, 2017

Þjóðardýrlingurinn Snorri Sturluson

Doktorsneminn Simon Halink flutti fyrirlestur í Snorrastofu þriðjudaginn 25. apríl s.l., sem hann nefndi „Er það Mímir við sinn brunn?“. Þar fjallaði Simon um hvaða sögulegu aðstæður ullu því að nafn Snorra Sturlusonar liðfi af margs konar hugmyndafræðilegar kollsteypur í gegnum aldirnar og að hann hefur orðið að þjóðardýrlingi um Norðurlönd. Þá sýndi Simon fram á margar hliðar þessa mikla manns og sýndi skemmtileg tengsl hann við nútímann.

Simon, sem er Hollendingur, flutti mál sitt á íslensku með glæsibrag og gerðu fundarmenn góðan róm að þessu áhugaverða erindi.