11. desember, 2018

Söngfólk Viðars Guðmundssonar syngur inn jólin í Reykholtskirkju

Fimmtudaginn 20. desember sameinast söngfólk Viðars Guðmundssonar organista og kórstjóra um jóla-tónleika í Reykholtskirkju kl. 20:30.

Viðar stjórnar um þessar mundir 4 kórum:  Reykholtskórnum, Freyjukórnum, Söngbræðrum og Kirkjukór Hólmavíkur.

Allir koma þessir kórar fram á fimmtudagskvöldið og með þeim leika Jón Bjarnason á orgel og píanó og Kristín Sigurjónsdóttir á fiðlu.

Einsöngvarar: Dagný Sigurðardóttir, Lára Kristín Gísladóttir og Snorri Hjálmarsson.

Aðgangseyrir er kr. 2000 fyrir fullorðna, ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

Verið öll hjartanlega velkomin.

 

U