Umsýsla
Húsnæði, hirða svæðisins og eftirlit með fornminjum.
Nánar
Snorrastofa sinnir rannsóknum, starfrækir bókhlöðu, annast tónleikahald í Reykholtskirkju og veitir ferðamönnum þjónustu.
Snorrastofa hefur á undanförnum árum tekið að sér það hlutverk að annast hvaðeina sem lýtur að þjóðmenningarstaðnum í Reykholti, hvort sem það snýr að söguminjum á staðnum, byggingum, sýningum eða kynningu gagnvart innlendum og erlendum gestum. Samhliða þessu margháttaða hlutverki er Snorrastofa rekin sem rannsóknarstofnun í miðaldafræðum með tilheyrandi bókasafni og útgáfu auk vandaðrar sýningar til kynningar á Snorra Sturlusyni.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 9:00–17:00
og í Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1. maí–30. sept.:
Alla daga 10:00–18:00
1. okt.–30 apríl:
Virka daga 10:00–17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.
GPS punktar fyrir Reykholt: N64° 39′ 53.661″ W21° 17′ 32.068″