13. apríl, 2018

Síðasta námskeiðskvöld vetrarins

Fornsagnanámskeiði Snorrastofu, Landnámsseturs og Símenntunarmiðstöðvarinnar um landnáms Grænlands og Vínlandsfund, lauk þriðjudaginn 3. apríl er leið. Leiðbeinandi kvöldsins var Vilborg Davíðsdóttir og yfirskriftin var „Grænlandsgátan“.

Kvöldið var fróðlegt eins og vænta mátti og ánægjulegt. Eftir veturinn er ljóst að mörgum spurningum er ósvarað um efni vetrarins en þátttakendur hafa fengið gott veganesti í umþenkingum um þær.

Myndir JE