26. nóvember, 2018

Rökkurstund með fullorðnum í Prjóna-bóka-kaffi

Lokaviðburður Norrænu bókmenntavikunnar í Snorrastofu var rökkurstund með fullorðnum, sem fólst í upplestri Sigurðar Halldórssonar á Gullberastöðum á köflum bókar Einars Más Guðmundssonar, Íslenskir kóngar, en það var sá texti, sem valinn hafði verið til að lesa fyrir fullorðna um öll Norðurlönd af aðstandendum bókmenntavikunnar.

Notalegt andrúmsloft myndaðist, Sigurður fór á kostum og sérstaklega gott samspil myndaðist með sögumanni og texta.

Myndir (G.Ósk.)