23. júní, 2020

Reykholtshátíð 2020 framundan

Staðfest hefur verið eftir nokkuð strangan meðgöngutíma í samkomubanni faraldursins, að Reykholtshátíð 2020 verður haldin með hefðbundnu sniði, helgina 24.-26. júlí næstkomandi.

Hátíðin er borin uppi af tónleikum með sígildri tónlist í flutningi úrvalstónlistarfólks, frá föstudagskvöldi framá sunnudag. Snorrastofa býður til fyrirlesturs Þórs Magnússonar fyrrum þjóðminjavarðar, laugardaginn 25. júlí kl. 13 í Bókhlöðu Snorrastofu og á sunnudeginum fagnar Reykholtssöfnuður sínum kirkjudegi með hátíðarguðsþjónustu kl. 14.

Umsjónarmaður Reykholtshátíðar er Sigurgeir Agnarsson sellóleikari.

Sjá heimasíðu Reykholtshátíðar