14. apríl, 2018

Prjónagleði á Blönduósi kynnt

Prjóna-bóka-kaffið fékk góða heimsókn fimmtudaginn 19. apríl s.l. þegar Jóhanna Pálmadóttir og Gunnar R. Kristjánsson héldu stutta kynningu á Prjónagleði á Blönduósi og Vatnsdælureflinum.

Prjónagleðin verður haldin á fullveldisárinu helgina 8.-10. júní 2018 og eins og lesa má í kynningarefni, sem þau afhentu, er nóg um að vera fyrir áhugafólk um prjónaskap. Meðal annars er nú í gangi samkeppni um fullveldispeysuna.

Að venju var nóg um að spjalla í prjóna-bóka-kaffinu, sem er að jafnaði mjög vel sótt.

Myndir JE