28. nóvember, 2016

Prjóna-bóka-kaffið með nýjar jólabækur

Næsta fimmtudag, 1. desember, verður Prjóna-bóka-kaffi í bókhlöðunni.

Nú eru jólabækurnar að tínast í hús svo hægt verður að bjóða gestum að fá sér nýja bók að láni.

Fimmtudaginn 15. desember næstkomandi verður síðasta Prjóna-bóka-kaffi fyrir jól en þá munu Bergur Þorgeirsson og Sigríður Kristinsdóttir segja frá og sýna myndir af ferðalagi sínu fyrir skemmstu til Ísrael, landsins helga.

Verið velkomin að eiga góða stund og njóta útlána safnsins,

Gíslína Jensdóttir bókavörður