2. október, 2015

Ný heimasíða opnuð á 20 ára afmæli Snorrastofu

Gleðilegur áfangi næst þegar ný heimasíða birtist á 20 ára afmæli stofnunarinnar. Það er Einar K. Guðfinnsson forseti alþingis, sem ýtir á hnappinn laugardaginn 3. október.

Hönnuður síðunnar er Atli Þór Árnason og forritari hans og aðstoðarmaður er Daníel Sigurður Eðvaldsson. Langflestar myndir eru teknar af Guðlaugi Óskarssyni. Síðan er hýst hjá Nepal í Borgarnesi. Miklar vonir eru bundnar við þetta framfaraskref.