11. nóvember, 2019

Hátíð norrænna barna með Línu langsokk

Börnin, sem komu í Bókhlöðu Snorrastofu í morgun, mánudaginn 11. nóvember komust í hátíðarskap með Línu langsokk, sem hélt uppá afmælið sitt í kafla með því heiti, sem Þórunn Reykdal las fyrir þau við dagrenningu. Að því loknu áttu börnin stund í bókhlöðunni, teiknuðu myndir, skoðuðu sig um og nutu hressingar frá Hönnubúð. Þetta voru yngstu nemendur af Kleppjárnsreykjum og þau elstu af Hnoðrabóli, alla 33 nemendur.

Lína kom öllum í gott skap og heimsóknin var ánægjuleg í alla staði. Hún markaði þannig upphafi Norrænu bókmenntavikunnar, sem nú er haldin jafnt í Snorrastofu sem og í margvíslegum menningarstofnunum um öll Norðurlönd og í næsta nágrenni þeirra við Eystrasalt.

Myndir Guðl. Ósk. og J.E.