Námskeiðið Borgfirðinga sögur – rætur reifaðar og rýnt í tengsl

Þriðja kvöld: Bjarnar saga Hítdælakappa. Leiðbeinandi Óskar Guðmundsson rithöfundur.

Á námskeiðinu verður fjallað um Borgfirðinga sögur (aðrar en Eglu) á fjórum þriðjudagskvöldum í febrúar – maí 2017, til skiptis í Landnámssetri og Snorrastofu. Óskar Guðmundsson rithöfundur í  Véum flytur fyrirlestra – og efnt  er til umræðna meðal þátttakenda.  Þótt sögurnar séu ekki meðal þekktustu Íslendinga sagna, þá búa þær allar yfir sögulegum þokka – og hafa að sviði hið víðfeðma goðaveldi Snorra Sturlusonar. Engu að síður eru sögurnar innbyrðis ólíkar.

Námskeiðið allt kostar kr. 13.500 og hægt verður að skrá sig á stök kvöld fyrir kr. 3.500

Skráning fer fram á vef Símenntunarmiðstöðvarinnar í Borgarnesi eða í s.: 437 2390 – einnig á námskeiðskvöldunum sjálfum.

Nánar um námskeiðið… 

Væntanlegir viðburðir