17. mars, 2017

Ljóðmælendur á 20. öld fá orðið…

Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum flutti erindi s.l. þriðjudag 14. mars, um ljóðmælendur í Borgarfirði á 20. öld. Eftir almennan inngang um efni kvöldsins fluttu þau saman frábæra ljóðadagskrá Kristín Á. Ólafsdóttir í Véum og Guðmundur. Kristín flutti ljóð, sem Guðmundur hafði formála að með fróðleik um höfund þess og bakgrunn ljóðsins eftir því sem við átti.

Þessu til viðbótar afhenti Guðmundur gestum kvöldsins Drög að skrá um skáld í Borgarfirði sem fengið hafa ljóðabækur útgefnar á 20. öld. Ljóðabækur þeirra Guðmundar Böðvarssonar, Jóns Helgasonar, Magnúsar Ásgeirssonar, Snorra Hjartarsonar og Þorsteins frá Hamri ekki taldar þar með.

Hér má sjá drög að skrá Guðmundar…

Mikill fengur er að samantekt Guðmundar og bað hann menn um að koma á framfæri leiðréttingum og viðbótum ef þyrfti. Vísaði hann á Snorrastofu með utanumhald með skránni og Sævar Ingi Jónsson bókavörður Safnahúss Borgarfjarðar gat ennfremur um verkefni á heimasíðu Safnahússins þar sem finna má lista yfir borgfirska höfunda.  Listi Guðmundar er kærkomin viðbót við þá skrá.

Myndir Guðl. Ósk.