18. apríl, 2018
Líflegur fyrirlestur: Uppruni Íslendinga og landnámið
Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur hélt líflegan fyrirlestur í Bókhlöðunni þriðjudaginn 10. apríl s.l. þar sem hann kom víða við og rakti margs konar kenningar um uppruna þjóðarinnar og lífið á norðurslóðum í árdaga búsetu þar.
Fyrirlesturinn var vel sóttur og fyrirlesaranum tókst vel að ná til áheyrenda. Kvöldið var hið ánægjulegasta við umræður og góða samveru.
Myndir G.Ósk.