3. nóvember, 2015

Líflegt andrúmsloft með konungum

Annað kvöld námskeiðsins um konungasögur ritaðar í Borgarfirði fór fram mánudaginn 2. nóvember í Bókhlöðu Snorrastofu. Þar bauð Óskar Guðmundsson uppá fræðslu og umræðu um Haralds sögu gráfeldar og Ólafs sögu Tryggvasonar. Eins og nærri má geta bar þar margt á góma, enda arfleifð Snorra æði víðfeðm þegar kemur að sögu konunganna. Aðsókn að námskeiðinu er mjög góð. Sveigjanleiki í þátttöku, sem veitir fólki möguleika á að velja úr námskeiðskvöld til að sækja, hefur mælst vel fyrir. Námskeiðið er samstarfsverkefni Snorrastofu, Landnámssetursins og Símenntunarmiðstöðvarinnar, sem sér um skráningar og innheimtu.