Líf í lundi – fjölskyldudagur við Reykholtsskóga

Skógræktarfélag Borgarfjarðar efnir til skógardags í Reykholti fyrir alla fjölskylduna, laugardaginn 22. júní 2019. Ætlunin er að hafa samkomustað í Eggertslundi – þarsem verði leikir, plöntuhappdrætti og söngur. Þaðan verði síðan gengið nokkrum sinnum um daginn um skóginn.

Í fyrra var slíkur dagur haldinn um allt land, hér í héraðinu í Selskógi í Skorradal. Meðal aðstandenda viðburðarins eru skógarbændur á Vesturlandi, skógræktin á Vesturlandi (Skorradal) og Skógræktarfélag Borgarfjarðar.

Væntanlegir viðburðir