28. janúar, 2014

Kjarnakonur á ferð

Þriðjudaginn 20. janúar s.l. var ánægjuleg samkoma í Bókhlöðu Snorrastofu þegar farandsýning Kvenréttindafélags Íslands var formlega opnuð með erindum og ávörpum svo að úr varð mögnuð samverustund.

Á myndinni eru: Kolbrún Anna Björnsdóttir sýningarhönnuður, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkv.stjóri Kvenréttindafélagsins, Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar, fyrirlesararnir Aðalheiður Guðmundsdóttir og Helga Kress og formaður félagsins Steinunn Stefánsdóttir.