14. júní, 2019

Hlúð að lýsingu á sýningunni, Saga Snorra

Snorrastofa leggur metnað sinn í að veita ferðamönnum góða þjónustu og upplýsingar í gestastofu sinni. Þar gegnir sýningin, Saga Snorra, stóru hlutverki og meðal annars er lýsing hennar er með ágætum. Á dögunum kom Páll Ragnarsson höfundur lýsingarinnar og hugaði að lýsingunni og uppfærði hana. Myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli.

Sýningin er í gestastofu stofnunarinnar, á jarðhæð Reykholtskirkju-Snorrastofu. Inngangur er frá neðra bílaplani við húsin. Hún var opnuð árið 2013 og segir frá ævi, umhverfi og samtíð Snorra Sturlusonar (1179-1241). Hún hefur fengið einróma lof gesta og óhætt er að mæla með henni við gestkomandi í Reykholti.

Boðið er uppá sýningartexta á íslensku, ensku, norsku, þýsku og frönsku auk þess sem íslenski og enski textinn er lesinn fyrir þá, sem það kjósa. Viðbótartungumálin, hljóðleiðsögnin og umtalsvert ítarefni er á spjaldtölvum, sem gestum býðst að nota á sýningunni. Innifalin í aðgangi að sýningunni er hljóðleiðsögnin Snorri, en það er app sem gesturinn getur hlaðið í snjalltæki sitt og notið leiðsagnar á göngu sinni um Reykholtsstað.

Sjá nánar um gerð sýningarinnar…

Verið velkomin í Reykholt.

Myndir af ljósameistaranum að störfum (Guðl.Óskarsson)