2
Snorrastofa, bókasafn

Snorrastofa er annars vegar rannsóknarstofnun í miðaldafræðum og tengist þannig beint fræðum Snorra Sturlusonar – og hins vegar þjónustustofnun gagnvart fræðimönnum og gestum sem kynnast vilja staðnum. Snorrastofa rekur bæði almenningsbókasafn fyrir héraðsbúa og rannsóknarbókasafn, stendur fyrir fyrirlestrum og ráðstefnum og hýsir gestkomandi fræðimenn.