13 Skrifla

Hverasvæðið hér hefur yljað fólki í meira en 1000 ár – og því horfum við í vissum skilningi hér á eina elstu hitaveitu í heimi. Áður fyrr voru hverirnir á þessu svæði tveir: Skrifla og Dynkur. Vatnið úr þeim var ólíkt og því talið að þeir væru úr ólíkum vatns­­æðum, en þegar borað var eftir heitu vatni á áttunda ára­tug 20. aldar hafi æðarnar fallið saman. Þaðan kemur vatnið í hitaveituna fyrir húsin á staðnum í dag og er kennt við stærri hverinn, Skriflu. Þaðan rann líka vatnið allt frá öndverðu í Snorra­laug og sömuleiðis lá þaðan gufustokkur um hríð að bæjarhúsum. Fyrir nokkrum árum var hlaðið grjóti utan um hverinn. Hleðslan
er svo krýnd með listaverki – and­liti Snorra Sturlusonar – höggvið í stein af Páli Guðmundssyni á Húsafelli.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.