17
Miðaldagata, til vinstri: Skógargötur, Grjótagata

Ef leiðin liggur til vinstri eftir miðaldagötunni fyrir ofan Höskuldar­gerði þá má annars vegar njóta gönguferða um Skógargötur en sjálf miðaldagatan skiptist, annars vegar liggur hún til vinstri fyrir neðan Eggertsflöt í áttina að Reykjadalsá. Þetta var forn þjóðleið, reiðvegur, sem lá niður að Tíðamel í bugðum yfir ána og suður á land. Hins vegar liggur hún fyrir ofan Eggertsflöt, og heitir þar Grjótagata. Það er líka forn leið sem lá vestur á land, en henni hefur verið viðhaldið í landi Reykholts. Þessi gata kemur við sögu í Sturlungu.