9. nóvember, 2015

Góðir gestir í sögustund

Norræna bókasafnavikan hófst í morgun, mánudaginn 9. nóvember. Í bókhlöðuna komu góðir gestir, 1.-4. bekkur á Kleppjárnsreykjum og elstu börnin á Hnoðrabóli. Aldís Eiríksdóttir las texta þann, sem nú er lesinn um öll Norðurlönd fyrir ungu kynslóðina, kafla úr bókinni Vöffluhjarta eftir Maria Parr. Eftir lesturinn áttu gestirnir stund í bókhlöðunni, skoðuðu bækur og teiknuðu myndir í takt við inntak vikunnar, vináttuna. Heimsóknin var mjög ánægjuleg og auðgaði stofnunina þennan dásamlega fallega haustdag.