Gítartónleikar Reynis Haukssonar

Gítarleikarinn og tónskáldið Reynir Hauksson heldur einleikstónsleika í Reykholtskirkju þriðjudaginn 29. maí næstkomandi.

Tónleikarnir eru þeir fyrstu í tónleikaferðalagi hans um Ísland.

Reynir er fæddur og uppalinn á Hvanneyri en býr og starfar sem Flamenco gítarleikari í Granada á Spáni.

Hann Reynir útskrifaðist sem klassískur einleikari úr Tónlistarskóla FÍH 2015. Að námi loknu hélt hann til Noregs í frekara tónlistarnám og svo til Spánar að nema Flamenco gítarleik undir handleiðslu Alberto Fernández López.

Á efnisskránni verða þekkt spænsk verk fyrir Flamenco gítar sem og eigin tónsmíðar Reynis.

Aðgangseyrir er kr. 2000

Væntanlegir viðburðir