„Gisnar tímaraðir“ Tónleikar fyrsta vetrardag, 27. október 2018

Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja þýskar og íslenskar einsöngsperlur – allt frá 18.öld til okkar daga – sumar þeirra eru mjög sjaldan uppi á borði.

Jafnframt mun Trausti Jónsson veðurfræðingur og áhugamaður um tónlistarsögu segja frá fordómum sínum gagnvart lögunum og/eða tónskáldum þeirra og dreifa nokkrum (gisnum) fróðleiksmolum.

Tónleikarnir verða í Reykholtskirkju fyrsta vetrardag, laugardaginn 27.október n.k. kl.16.

Aðgangseyrir kr. 1000 – athugið að greiðsluvél er ekki á staðnum.

Væntanlegir viðburðir