Fyrsta prjóna-bóka-kaffi vetrarins 4. okt.

Verið velkomin á fyrsta Prjóna-bóka-kaffi vetrarins, fimmtudaginn 4. október kl. 20-22.

Heitt verður á könnunni og við sköpum notalega baðstofustemningu með spjalli og hannyrðum.

Góður vettvangur til að deila hugðarefnum og hvers kyns hugmyndum að skapandi verkefnum.

Safnið er opið til útlána og allir eru hjartanlega velkomnir.

Prjóna-bóka-kaffið verður hálfsmánaðarlega í vetur eins og verið hefur.

Væntanlegir viðburðir