Fornsagnanámskeið – Lokakvöld

Landnám Grænlands, fundur Vínlands. Grænlendinga saga og Eiríks saga rauða.

Lokakvöld í Landnámssetrinu í Borgarnesi  3. apríl 2018 kl. 20-22

Grænlandsgátan

Leiðbeinandi Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur

Grænland byggðist af norrænum mönnum fimmtán vetrum áður en kristni var í lög tekin á Íslandi, segir Landnáma. Þau sem komust alla leið heilu og höldnu námu land á tveimur landsvæðum á vesturströnd Grænlands og kölluðu Eystribyggð og Vestribyggð. Snemma á 14. öld lagðist Vestribyggð af en í Eystribyggð var búið þar til um miðja 15. öld. Síðasti skjalfesti atburðurinn í Eystribyggð er brúðkaup í Hvalseyjarfjarðarkirkju 16. september 1408. Eftir það er allt hljótt. Enginn veit hvað varð um hina fornu Grænlendinga en ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um hvað olli brotthvarfi þeirra: drepsóttir, hallæri og hungursneyð, sjórán, átök við inúíta, flutningar til Íslands eða jafnvel vestur um haf til Vínlands hins góða. 

Skráning fer fram á vef Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands í Borgarnesi og á námskeiðsstað.

s.: 433-6929 / netfang: simenntun@simenntun.is

Verið velkomin

Sjá nánar um námskeiðið

Væntanlegir viðburðir