20. febrúar, 2019

Viðeyjarrannsóknin skýrir myndina af Viðeyjarklaustri

Þriðjudaginn 29. janúar s.l. hélt Þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir fyrirlestur í Bókhlöðu Snorrastofu um fornleifarannsóknina í Viðey 1987-1995.

Rannsókninni stýrði Margrét á sínum tíma og hefur nú tekið upp þráðinn við að vinna úr niðurstöðum rannsóknarinnar og koma þeim á framfæri.

Margt áhugavert kom fram í fyrirlestri Margrétar, sem færir okkur nánari vitneskju um klaustur það í Viðey, sem Snorri Sturluson stofnaði þar í félagi við Þorvald Gissurarson.

Umræður að fyrirlestrinum loknum voru áhugaverðar og líflegar eins og jafnan er raunin eftir fyrirlestrakvöld af þessu tagi.

Nánar um fyrirlesturinn…

Myndir Guðl.Ósk.