15. febrúar, 2017

Einstaklega áhugaverður fyrirlestur Hjálmars Gíslasonar

Hjálmar Gíslason frumkvöðull hélt fyrirlestur í Snorrastofu þriðjudaginn 14. febrúar s.l., sem hann nefndi: 9 atriði sem enginn sagði mér um nýsköpun.

Eins og fram hefur komið hefur Hjálmar starfað innan nýsköpunar- og tæknigeirans frá unglingsaldri og þurft að reka sig á ýmislegt á þeirri vegferð.

Í fyrirlestrinum greindi hann frá þeim atriðum, sem væru þeim góð til umhugsunar, sem stæðu í nýsköpun og hugmyndasmíð og nefndi þar 9 meginatriði. Þessi atriði má sjá hér í glærusýningu Hjálmars.

Aðsókn að fyrirlestrinum var afar góð og umræður urðu hinar líflegustu og mjög lærdómsríkar. Þar tókst Hjálmari að grípa bolta á lofti og nýta sér til að ítreka enn frekar áherslur sínar.

Fundarstjóri var formaður Framfarafélags Borgarfjarðar, Óskar Guðmundsson, en fyrirlesturinn var samstarfsverkefni þess og Snorrastofu.

Myndir Guðlaugs Óskarssonar