6. apríl, 2018

Ánægjulegt málþing um Eddukvæði

Nýlega stóð Snorrastofa fyrir málþingi um Eddukvæði og þýðingar þeirra. Meginástæða málþingsins er umfangsmikið tvímála verk Knut ∅degaard, Edda-dikt, gjendikting og kommentarer, sem gefin var út í 4 bindum í Noregi á árunum 2013-2016.

Málþingið heimsóttu stórvirkir þýðendur og fræðimenn, sem héldu áhugaverð erindi um kvæðin og útbreiðslu þeirra:

Knut ∅degaard, Jon Gunnar Jørgensen, Lars Lönnroth, Carolyne Larrington, Gerður Kristný og Vésteinn Ólason.

Sérstakur gestur þingsins var Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur heiðursborgara Reykjavíkur, sem flutti þjóðlega tónlist með skírskotun til forns kveðskapar.

Þinginu lauk með pallborðsumræðum þar sem málefni dagsins var enn dýpkað og reifað.

Vésteinn Ólason prófessor vann að undirbúningi þingsins og stýrði því og Björn Bjarnason formaður stjórnar Snorrastofu setti þingið.

Þá tók Terry Gunnel einnig þátt í dagskránni er hann flutti hluta Skírnismála á ensku í samlestri og leik við Carolyne Larrington.

Sjá nánar um þingið…

Dagurinn ljómaði allur og staðnum var mikill sómi sýndur með heimsókn svo mikilvirkra þýðenda, höfunda og fræðimanna.

Myndir (BÞ, GÓsk og GuðniPS)