25. október, 2017

Áhugaverður fyrirlestur um Lúther og siðbótina

Þriðjudaginn 24. nóvember s.l. hélt dr. theol. Gunnar Kristjánsson fyrrum prófastur á Reynivöllum í Kjós fyrirlestur um Lúther og siðbótina, sem hann nefndi, Siðbót sérvitringanna.

Fyrirlesturinn varpaði skýru ljósi á þá atburðaröð, sem varð eftir að Marteinn Lúther hengdi upp mótmælagreinar sínar í Wittenberg í Þýskalandi, hverjir tóku helst þátt í henni og hvert hún hefur leitt alheimsbyggðina.

Góðar og áhugaverðar umræður urð að loknu kaffihléi þar sem margar hliðar á siðbótinni voru skoðaðar. Nánar um fyrirlesturinn…

Myndir (Guðl.Ósk.)