14. október, 2015

Afreksfólk öræfanna, Fjalla-Eyvindur og Halla

Fyrirlestrar í héraði

Ánægjuleg kvöldstund er að baki með Hirti Þórarinssyni fyrrverandi skólastjóra á Kleppjárnsreykjum. Hann flutti fyrirlestur um Fjalla-Eyvind og Höllu og rakti fyrir gestum þær heimildir, sem hann telur sig hafa óyggjandi um lífshlaup þeirra og bústaði á öræfum. Hann hefur staðið að merkingum á íverustöðum þeirra og sýndi myndir frá þeim. Efni þetta hefur hann gefið út í bókinni  Afreksfólk á fjöllum, sem kom út árið 2012 hjá Ferðafélagi Íslands. Fjölmenni sótti fyrirlesturinn og líflegar umræður spunnust um merkileg örlög þessa afreksfólks.