Jólagleði Borgarfjarðarkóranna
Freyjukórinn, Reykholtskórinn og Söngbræður halda sameiginlega jólatónleika í Reykholtskirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 20:30.
Stjórnandi kóranna er Viðar Guðmundsson.
Meðleikarar: Heimir Klemenzson, píanó; Jón Bjarnason, orgel og Atli Guðlaugsson trompet.
Aðgangseyrir er kr. 1500 og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Reykholtskirkju-Snorrastofu og verslun Snorrastofu býður 10% afslátt á skarti þetta kvöld.